Sigurborg og Björn gáfu syninum einstakt nafn

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Björn Hákon Sveinsson gáfu syni sínum …
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Björn Hákon Sveinsson gáfu syni sínum nafnið Jöklar Blær Björnsson. mbl.is

Landslagsarkitektinn Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og sjúkraþjálfarinn Björn Hákon Sveinson gáfu þriðja syni sínum nafn í desember sem leið. Litli drengurinn fékk einstakt nafn og er sá fyrsti á Íslandi til að bera það.

Fékk hann nafnið Jöklar Blær en Sigurborg sagði frá því hvernig þau hefðu valið nafnið í færslu á Facebook í desember. 

„Nafnið hans, Jöklar Blær, hefur djúpa merkingu fyrir okkur foreldrana. Bæði nöfnin eiga uppruna sinn í náttúrunni. Blær er andvarinn ljúfi sem við finnum allsstaðar í náttúrunni og Jöklar er óður til þeirra stórkostlegu náttúrufyrirbrigða sem jöklar eru. Jöklar sem eru því miður að hverfa og verða ekki hluti af náttúrunni sem komandi kynslóðir munu þekkja,“ skrifaði Sigurborg á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert