Kardashian hættir ekki að koma á óvart

Ef það er eitthvað sem skiptir Kim Kardashian máli í …
Ef það er eitthvað sem skiptir Kim Kardashian máli í lífinu þá er það fjölskyldan. mbl.is/AFP

Það fylgir því greinilega ekki mikil einvera að fæðast inn í Kardashian fjölskylduna ef marka má Kim Kardashian sem segir fjölskylduna allt og þannig eigi það að vera frá fæðingu til enda lífdaga. 

Kardashian systirin sem á fjögur börn með Kanye West, þau North West átta ára, Saint West sex ára, Chicago West fjögurra ára og Psalm West tveggja ára, er með sterk fjölskyldugildi en frekar einfaldar uppeldisreglur sem hún hefur fengið að láni úr sínu eigin uppeldi. 

„Það mikilvægasta sem foreldrar mínir kenndu mér er að fjölskyldan er okkur allt, sem er algjörlega eitthvað sem ég reyni að kenna börnum mínum áfram og svo það að vera góð. Ég vil að börnin mín séu góð og komi fram við annað fólk af virðingu.“

Hún lítur á fjölskylduna sem blessun, þess vegna lætur hún fjölskylduna ganga fyrir öllu öðru í lífinu. Dæmi um hvernig hún fer eftir þessu er samstaðan sem hún sýnir með West á íþróttaleikjum barna sinna að undanförnu, þrátt fyrir persónulegar deilur sem hún á við föðurinn.  

„Ég bið fyrir því að þú munir elska fjölskylduna sem þú ert að fæðast inn í, því við erum mjög einstök. Við elskum þig og getum ekki beðið eftir því að hitta þig. Við munum passa upp á þig alla þína ævi, því við erum fjölskylda fyrir lífstíð,“ segir hún í nýlegu myndbandi tileinkuðu nýfæddum son Kylie Jenner og ítrekar í viðtali við Vogue að hún leggi sig fram um að kenna ekki bara sínum eigin börnum sterk fjölskyldugildi heldur börnum systkina sinna. 

Kim Kardashian kemur stöðugt á óvart og þykir hafa komið sterkari en nokkru sinni fyrr, út úr skilnaðarferlinu við West. 

Vogue

YouTube

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert