Lítil stúlka á leiðinni hjá Jóhönnu Guðrúnu

Söngkonan Jóhanna Guðrún á von á lítilli stúlku.
Söngkonan Jóhanna Guðrún á von á lítilli stúlku.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona og kærasti hennar Ólafur Friðrik Ólafsson eiga von á lítilli stúlku nú í vor. Jóhanna greindi frá kyni barnsins á Instagram í gær þegar hún var að versla sængurföt fyrir dóttur sína.

Jóhanna gengur nú með sitt þriðja barn, en þetta er fyrsta barn hennar með Ólafi. Fyrir á hún tvö börn, son og dóttur, með fyrrverandi eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni. Þau skildu á síðasta ári. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is