Kona dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir að eiga við smokk

Smokkur, getnaðarvörn, pillan
Smokkur, getnaðarvörn, pillan Getty images

Þýsk kona á fertugsaldri var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að reyna að stela sæði manns sem hún átti í nánu sambandi við. Er henni gert að sök að hafa gert gat á smokk sem þau notuðu sem getnaðarvörn. 

Í frétt Daily Mail af málinu segir konan og maðurinn hafi hitts reglulega til þess að stunda kynlíf frá byrjun árs 2021. Fyrir dómara kom fram að konan hefði á þeim tíma upplifað dýpri tilfinningar gagnvar honum, en hann henni. Hann vildi ekki eiginlegt ástarsamband með henni. Hún hafi því reynt að lokka hann í samband með því að verða ólétt að barni hans. 

Í textaskilaboðum milli þeirra, sem lögð voru fram sem sönnunargögn, laug hún því að vera með barni og viðurkenndi að hafa átt við getnaðarvörnina sem hann taldi vera örugga. 

Maðurinn kærði hana en innan dómskerfisins var óljóst hvert kæruefnið ætti að vera. Upphaflega kærði hann hana fyrir nauðgun en breytti henni síðar í kynferðislegaárás. Dómurinn þykir vera mikil tímamót í málum sem þessu og verða fordæmisgefandi í framtíðinni.

„Smokkurinn hafi verið skemmdur með ásettu ráði. Nei þýðir líka nei hér,“ sagði lögmaður mannsins þegar úrskurðað var í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert