Var strítt út af nafninu

Leikonan og rithöfundurinn Diane Kruger.
Leikonan og rithöfundurinn Diane Kruger. AFP

Leikkonan Diane Kruger heiðrar nafn dóttur sinnar í nýrri barnabók. Bókin heitir A Name From The Sky. Dóttir Kruger og Norman Reedus heitir Nova Tennessee. Kruger var 42 ára þegar hún eignaðist Nova.

Nova þýðir nýtt upphaf og henni fannst það viðeigandi nafn í þessum kaflaskiptum í lífinu. Parið elskar Tennessee fylkið í Bandaríkjunum og Smokey Mountains fjöllin. Það kom henni á óvart hvað hún elskaði nafnið mikið eftir að hún fæddi dóttur sína.

Þegar Kruger var að alast upp í Þýskalandi voru ekki margar stelpur sem hétu Diane, henni var strítt fyrir nafnið sitt. Hún talar um að þegar hún kom heim sár úr skólanum þá las mamma hennar fyrir hana bók. Bókin var um rómönsku gyðjuna Díönu sem hún var nefnd eftir. „Bókin breytti lífi mínu og hvernig ég sé mig í dag,“ segir Kruger í viðtali við People. Hún vildi gefa dóttur sinni sömu upplifun og hún fékk þegar hún var að alast upp, þess vegna skrifaði hún bókina. 

View this post on Instagram

A post shared by Diane Kruger (@dianekruger)

mbl.is