Komst að veikindum þegar hún var ólétt

Juliet Love ásamt strákunum sínum.
Juliet Love ásamt strákunum sínum. Skjáskot/Instagram

Ástralska sjónvarpsstjarnan Juliet Love hafði ekki hugmynd um að hún væri með sykursýki 1 fyrr en hún varð ólétt að öðru barni sínu fyrir sjö árum. Hún vill vekja athygli á hversu mikilvægt það er að vera vel á varðbergi.

„Þetta kom mjög á óvart,“ segir Love sem var í fyrstu greind með meðgöngusykursýki en síðar kom í ljós að þetta væri sykursýki 1 sem er ólæknanlegt og ekki hægt að koma í veg fyrir.

„Ég var í góðu formi, mjög heilbrigð og hafði enga fjölskyldusögu um sykursýki,“ segir Love sem þarf að sprauta sig með insúlíni hátt í 10 sinnum á dag. Þar sem hún almennt passaði ekki í staðalímynd þess sem er með sykursýki vildi hún undirstrika mikilvægi þess að allir hafi þetta bakvið eyrað enda hættulegur sjúkdómur sé ekki hann meðhöndlaður rétt.

Love mælir með að fólk sé á varðbergi gagnvart einkennum eins og þorsta, þreytu, þyngdartapi og tíðum þvaglátum.

„Það er hægt að greinast hvenær sem er. Það er almennt algengara í ungu fólki en eldra fólk greinist í auknum mæli nú á dögum. Einföld blóðprufa getur skorið úr um sjúkdóminn.“

mbl.is