Steinunn Camilla og Erlingur eiga von á barni

Steinunn Camilla á von á barni.
Steinunn Camilla á von á barni. Ljósmynd/Michelle Darlene

Steinunn Camilla Sigurðardóttir, umboðsmaður og fyrrverandi tónlistarkona í Nylon, á von á barni með unnusta sínum, byggingarverkfræðingnum Erlingi Erni Hafsteinssyni. Fyrir á parið eina dóttur sem er fædd 2018. 

Parið greindi frá því að þau ættu von á dreng í hlaðvarpsþættinum Betri helmingnum. Von er á barninu í sumar. 

„Í raun allt og ekk­ert,“ sagði Steinunn Camilla í viðtal við mbl.is þegar hún var spurð út í hvað kom henni á óvart þegar hún varð móðir. „Það er ekk­ert þessu líkt og all­ir upp­lifa það á ólík­an hátt og í raun kom það mér mest á óvart hvað þetta er allt eðli­legt á sama tíma og ég upp­lifði mig gjör­sam­lega varn­ar­lausa og vit­andi núll. Merki­leg blanda og gef­ur manni ákveðið æðru­leysi sem ég er mjög þakk­lát fyr­ir og hjálp­ar mér að kom­ast í gegn­um alla þá mis­mun­andi daga sem maður upp­lif­ir sem for­eldri og ýtir und­ir að ein­fald­lega njóta litlu dá­sam­legu augna­blikanna.“

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is