Ánægð með að ráða öllu á heimilinu

Gisele Bundchen og Tom Brady.
Gisele Bundchen og Tom Brady. mbl.is/AFP

Giselle Bundchen segist þakklát eiginmanni sínum Tom Brady fyrir að leyfa sér að ráða öllu sem viðkemur fjölskyldunni. Hjónin eiga tvö börn saman auk þess sem Brady á son frá fyrra sambandi. Þetta kemur fram í viðtali Bundchen við breska Vogue.

„Hann einbeitir sér að ferli sínum og ég einbeiti mér aðallega að börnunum,“ segir Bundchen. „Ég er honum mjög þakklát fyrir það að hann leyfir mér að taka stjórnina þegar kemur að fjölskyldunni. Hann treystir mínum ákvörðunum.“

Bundchen tjáði sig líka um hvernig hægt sé að viðhalda góðu sambandi við makann. „Sambönd gerast ekki bara. Þetta er aldrei eitthvað ævintýri eins og í sögubókunum. Það krefst vinnu að vera samstíga með annarri manneskju, sérstaklega eftir að maður eignast börn.“

mbl.is