Jón eignaðist lítinn Friðrik

Jón Jónsson, Hafdís Björk Jónsdóttir og eldri börnin þeirra, Jón …
Jón Jónsson, Hafdís Björk Jónsdóttir og eldri börnin þeirra, Jón Tryggvi, Mjöll og Sigríður Sól.

Yngsti sonur tón­list­armannsins Jóns Jóns­sonar, og eig­in­konu hans, Haf­dísar Björk Jóns­dótt­ur tann­lækn­is, hefur hlotið nafnið Friðrik Nói Jónsson. 

Friðrik Nói fæddist 3. maí en fyr­ir eiga þau hjón­in son­inn Jón Tryggva og dæt­urn­ar Mjöll og Sig­ríði Sól.

Jón birti mynd af börnunum á Instagram og sagði að eldri systkinin væru afskaplega ánægð með litla bróður. 

mbl.is