Pratt og Schwarzenegger eignast stúlku

Foreldrarnir Katherine Swartzenegger og Chris Pratt.
Foreldrarnir Katherine Swartzenegger og Chris Pratt. AFP/Amy Sussman

Leikarinn Chris Pratt og eiginkona hans Katherine Schwarzenegger eignuðust aðra stúlku hinn 21. maí. Stúlkan fékk nafnið Eloise Christina Schwarzenegger Pratt en hjónin greindu frá þessu á Instagram.

Hjónin eiga fyrir dótturina Lyla Mariu, 21 mánaðar. Pratt á einnig níu ára son, Jack, úr fyrra hjónabandi sínu með leikkonunni Önnu Faris.

Pratt og Schwarzenegger gengu í hjónaband árið 2019. 

mbl.is