Hætt komin í heimafæðingunni

Ashley Graham var hætt komin í heimafæðingunni með tvíburana.
Ashley Graham var hætt komin í heimafæðingunni með tvíburana. AFP

Fyrirsætan Ashley Graham var hætt komin þegar hún fæddi tvíbura sína heima í janúar á þessu ári. Henni blæddi mikið og leið yfir hana á einum tímapunkti.

Graham segir sjálf frá þessu í pistli í tímaritinu Glamour fyrir helgi. Graham fæddi tvíburana heima en þeir voru hennar annað og þriðja barn, sem hún á með eiginmanni sínum Justin Ervin. 

Drengirnir litlu, sem fengið hafa nöfnin Malachi og Roman, fæddust á baðherberginu ofan í baði, áður en móðir þeirra leið út af. Hún segist aðeins muna eftir fæðingunni en mest man hún bara eftir myrkri. 

Þegar hún vaknaði svo sá hún blóð úti um „bókstaflega allt“. Eftir fæðinguna komst hún svo að því að hún hefði misst marga lítra af blóði. 

Litlu drengirnir brögguðust þó vel eftir heimafæðinguna, enda gekk hún fulla meðgöngu, 40 vikur, með þá. Hún sjálf lá hins vegar í fjóra daga og gat ekki gengið í viku.

mbl.is