Á gæðastund með dótturinni

Mæðgurnar prúðbúnar fyrir glæsikvöld saman.
Mæðgurnar prúðbúnar fyrir glæsikvöld saman. Skjáskot/Instagram

Ljóst er að Charlene prinsessa af Mónakó er að hressast en hún hefur verið dugleg að láta sjá sig opinberlega upp á síðkastið eftir langa fjarveru vegna veikinda. Hún fór nýverið á tískuverðlaunahátíð í Monte Carlo með dóttur sinni Gabrielle prinsessu. 

Báðar voru þær glæsilega til fara. Charlene var í síðum, ljósum siffon kjól sem tónaði vel við aflitaða drengjakollinn.

Gabrielle sem er sjö ára var í blómakjól af bestu sort.

Við færslu sína á Instagram skrifaði Charlene: „Ég elskaði hverja mínútu af að undirbúa prinsessu mína fyrir hennar fyrsta opinbera viðburð. Við hlökkum til þessa kvölds á tískuverðlaununum.“

Á sama tíma fór Albert Mónakófursti með son þeirra Jacques á fótboltaleik.

mbl.is