Barnið segir Oprah á undan Gayle

Oprah Winfrey er einn þekktasti þáttastjórnandi heims.
Oprah Winfrey er einn þekktasti þáttastjórnandi heims. mbl.is/Chris Craymer

Þáttastjórnandinn Oprah Winfrey talaði um bestu vinkonu sína Gayle King, sem er nýlega orðin amma, í þætti Ellen DeGeneres á dögunum. Oprah hittir barnabarnið hennar reglulega og er að vinna í því að fá barnið til að segja „O“ fyrir Oprah. Henni þykir líklegt að barnið segi nafnið hennar á undan, það sé mun auðveldara að segja það heldur en „Gaia“. 

Hún segir að Gayle vilji að barnbarnið kalli sig „Gaia“ sem þýðir móðir jörð.

„Ég segi við hana: Þú ert ekki móðir jörð, þú ert bara ein amma“, sagði Oprah til að stríða vinkonu sinni.

Oprah og Gayle hafa verið vinkonur í rúm 46 ár. Vinskapur þeirra hefur verið áberandi í gegnum árin og Oprah talaði mikið um Gayle í þættinum sínum the The Oprah Winfrey Show, sem var í loftinu á árunum 1986 til 2011.

Oprah talaði einnig við Ellen um að þátturinn hennar sé að koma að endalokum. Hún rifjaði upp það tímabil þegar þættirnir hennar runnu sitt skeið og hversu mikilvægt það sé að lifa í núvitund á svona tímum.

Oprah Winfrey ásamt bestu vinkonu sinni Gayle King á 65 …
Oprah Winfrey ásamt bestu vinkonu sinni Gayle King á 65 ára afmæli þeirrar síðarnefndu.
mbl.is