Kvíðir því að dóttirin byrji á samfélagsmiðlum

Mæðgurnar Victoria og Harper Beckham.
Mæðgurnar Victoria og Harper Beckham. Skjáskot/Instagram

Tískumógúllinn og fyrrverandi kryddpían Victoria Beckham er ekki spennt fyrir því að dóttir hennar fari á samfélagsmiðla. Dóttirin Harper Seven er 10 ára og er ekki enn þá komin með reikninga á samfélagsmiðlum. Hefur Beckham áhyggjur að því hvernig fólk muni koma fram við hana.

„Það stressar mig að sjá hversu vont fólk getur verið á samfélagsmiðlum. Harper er ekki ennþá komin þangað þannig ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því alveg strax,“ sagði Beckahm í viðtali við ástralska Vougue

„Hún er á þeim aldri þar sem líkaminn hennar er byrjaður að breytast og þroskast. Ég legg áherslu á það við tölum saman sem fjölskylda og mikilvægi þess að vera umkringdur góðum vinum. Þetta er samt ógnvekjandi hugsun, ég viðurkenni það,“ sagði hún um að dóttir hennar verði líklega bráðum á samfélagsmiðlum. 

mbl.is