Hörður og Móeiður gáfu dótturinni nafn

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eru búin að gefa …
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eru búin að gefa yngri dóttur sinni nafn. Skjáskot/Instagram

Fótboltamaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og Móeiður Lárusdóttir hafa gefið dóttur sinni nafn. Sú litla fékk nafnið Marla Ósk Harðardóttir. 

Parið tilkynnti um nafn dóttur sinnar í dag. Marla litla er annað barn foreldra sinna en hún kom í heiminn hinn 9. júní og því aðeins um mánaðargömul. 

Fyrir eiga Hörður og Móeiður dótturina Matteu Móu en hún er fædd árið 2020. 

Litla fjölskyldan leggur brátt land undir fót en fyrirhugaðir eru flutningar til Aþenu á Grikklandi. Hörður Björgvin skrifaði undir samning hjá gríska úr­vals­deild­arliðinu Pan­athinai­kos. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Loka