Staðgöngumóðir gengur með barnið

Verðandi foreldrar þegar allt lék í lyndi
Verðandi foreldrar þegar allt lék í lyndi Ljósmynd/skjáskot Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian og körfuboltamaðurinn Tristan Thompson eiga von á sínu öðru barni saman. Kardashian og Thompson eru ekki í sambandi en staðgöngumóðir gengur með barnið. Barnið var getið í nóvember á síðasta ári og er því von á því hvað úr hverju. 

„Við getum staðfest að True sé að fara eignast systkini. Khloé er virkilega þakklát að hafa fengið staðgöngumóðir til að veita henni þessi blessun sem barn er. Við biðjum um góðmennsku og frið svo að Khloé geti einbeitt sér að fjölskyldu sinni,“ segir vinur fjölskyldunnar við Pagesix.

Samkvæmt heimildarmönnum var barnið getið áður en það kom í ljós að Tristan ætti von á barni með annarri konu. Hann hélt framhjá Khloé og úr þeirri ótrú varð barn. Khloé sagðist eftir það ætla að sjá um að ala nýja barnið þeirra upp sjálf.

Khloé Kardashian og True Thompson eru fallegar mæðgur.
Khloé Kardashian og True Thompson eru fallegar mæðgur. Skjáskot/Instagram
mbl.is