Stúlkan heitir Júpíter

Íslandsvinurinn Ed Sheeran gaf dóttur sinni nafnið Júpíter.
Íslandsvinurinn Ed Sheeran gaf dóttur sinni nafnið Júpíter. AFP

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn eru búin að opinbera nafn dóttur sinnar. Litla stúlkan fékk einstakt nafn og heitir Júpíter. 

Sheeran greindi frá nafni dóttur sinnar í viðtal við The Sun, en sú stutta kom í heimin í maí á þessu ári. 

Júpíter litla er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau dótturina Lyru Antarticu, en hún fæddist í ágúst árið 2020. 

Í frétt The Sun af nafni Júpíter segir að vinsældir nafnsins hafi aukist á síðustu árum. 

mbl.is