Fæðingin verður sýnd í sjónvarpinu

Raunveruleikastjarnan ætlar að sýna fæðinguna í sjónvarpinu með hjálp BBC
Raunveruleikastjarnan ætlar að sýna fæðinguna í sjónvarpinu með hjálp BBC Instagram

Breska raunveruleikastjarnan Charlotte Crosby hefur greint frá því að hún ætli að sýna fæðinguna sína í heimildarþætti á BBC. Hún vinnur nú með þeim að heimildarþáttum um meðgönguna sína. Hún er komin 28 vikur á leið með sitt fyrsta barn, sem er stúlka.

Hún greindi frá þessu á Instagram þegar aðdáendi hennar spurði hvort hún ætlaði að taka upp fæðinguna. „Það verður enn betra, hún verður sýnd í sjónvarpinu,“ svaraði Crosby.

Crosby er stjarna í sínum eigin raunveruleikaþáttum, Charlotte in Sunderland, en hún reis til frægðar í þáttunum Geordie Shore og vann tólftu þáttaröð Big Brother í Bretlandi.

Hin ólétta raunveruleikastjarna segist vera mjög spennt að gefa fólki innsýn í sitt skrautlega líf, hvernig hún vinnur, fjölskyldulífið, manninn sinn og dásamlegu bumbuna sína. 

mbl.is