Telja sig vita hvað drengurinn á að heita

Khloé Kardashian og Tristan Thompson.
Khloé Kardashian og Tristan Thompson. Samsett mynd

Aðdáendur Kardashians-systurinnar, Khloé Kardashian, eru sannfærðir um að þeir viti hvaða hún komi til með að skíra nýfæddan son hennar.

Í síðasta mánuði tilkynntu Kardashian og fyrrverandi kærasti hennar, körfuknattleiksmaðurinn Tristan Thompson, að þau ættu von á barni með aðstoð staðgöngumóður.

Þau slitu samvistum í janúar á þessu ári vegna framhjáhalds Thompsons við einkaþjálfarann, Maralee Nicole, en Thompson og Nicole eignuðust saman barn eftir ótryggð hans í garð Kardashians. Ástarsamband Kardashians og Thompsons hefur verið óstöðugt um árabil en Kardashian hét því að hún skildi ekki taka við honum aftur eftir framhjáhaldið við Nicole. 

Tilkynningin um nýja erfingjann kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti en litli drengurinn fæddist í síðustu viku. Bæði Kardashian og Thompson hafa farið huldu höfði síðan og ekki deilt neinum upplýsingum með aðdáendum sínum. 

Samkvæmt frétt frá útvarpsmiðlinum Planet Radio vilja aðdáendur Kardashians meina að nafn á nýfæddan soninn sé löngu komið og skrifað í skýin. Lesa þeir í myndbandsupptöku úr spjallþætti Ellenar DeGeneres þar sem Kardashian var eitt sinn gestkomandi í. 

„Ég held að ef ég myndi eignast strák þá myndi ég skíra hann, Junior, Tristan Junior,“ má heyra Kardashian segja en myndskeið af þessu augnabliki gengur um eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlinum TikTok um þessar mundir.

Það verður spennandi að sjá hvort Kardashian sé kona orða sinna og sé ennþá á þessu nafni miðað við allt sem gengið hefur á í einkalífi hennar síðustu mánuði.

mbl.is