Vill fá stóra óléttukúlu

Chrissy Teigen á Hollywood Beauty Awards þann 19 mars.
Chrissy Teigen á Hollywood Beauty Awards þann 19 mars. Amy Sussman/AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen er spennt að fá stóra óléttubumbu. Hún segir að millibilsástandið sé ekki uppáhaldstíminn hennar á meðgöngunni. Hún vill bara að það sé augljóst að hún sé ólétt. Hún birti mynd af sér á Instagram þar sem má sjá glitta í smá kúlu.

Aðdáendur hennar virðast vera sammála henni ef marka má athugasemdirnar undir myndinni. 

Teigen gengur nú með sitt þriðja barn. Hún á fyrir dótturina Lunu og soninn Miles með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend.

„Ég er einmitt á því stigi að það er alltaf eins og ég sé bara búin að borða og mikið,“ skrifaði ein.  „Núna er eins og ég sé nýbúin að borða burrito og bara eins og ég sé búin að fitna, samt svo þakklát fyrir að vera ólétt og þú lítur mjög vel út,“ skrifaði önnur. 

mbl.is