Eiginmaðurinn nennir ekki að hugsa um börnin

Eiginmaðurinn gerir ekkert þegar hann kemur heim úr vinnu
Eiginmaðurinn gerir ekkert þegar hann kemur heim úr vinnu Ljósmynd/unsplash/Linkedinsalessolutions

Þriggja barna móðir leitar ráða frá sérfræðing Sun. Hún segir að maðurinn hennar geri ekkert á heimilinu og hjálpi heldur ekki með börnin þeirra. 

„Hann vinnur fjóra daga í viku og þegar hann kemur heim úr vinnu gerir hann ekki neitt. Hann býst líka við því að það sé tilbúinn kvöldmatur handa honum þegar hann kemur heim. Hann reyndar gengur frá disknum sínum í uppþvottavélina en það er það eina sem hann gerir.

Hann er 40 ára og ég er 37 ára, við eigum saman þrjú börn undir fimm ára. Hann hefur alltaf verið algjör mömmustrákur og hefur aldrei þurft að gera neitt sjálfur. Hann kemur því miður fram við mig eins og ég sé mamma hans og eigi að sjá um allt. Hann vill að ég stjani við sig og sjái svo um að sinna börnunum alfarið. Ég elska hann en mér finnst hann vera að nota mig.“

Sérfræðingurinn svarar

„Það er sagt að móðurhlutverkið sé það erfiðasta í heimi svo það er ekki möguleiki á að slaka á þar, sérstaklega þegar börnin þín eru svona ung. Í uppeldi barna þá eiga báðir foreldrar að sinna börnunum ekki bara annar.

Útskýrðu þetta fyrir manninum þínum og segðu að þessi hegðun hans sé að hafa áhrif á sambandið ykkar. Stingdu upp á því að hann sjái um börnin þegar hann er ekki að vinna, að það séu hans dagar svo þú fáir smá frí. Það mun líka hjálpa honum að tengjast börnunum sínum betur.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert