Tilkynnir um þungun mánuði eftir andlát kærastans

Kelly Kay.
Kelly Kay. Ljósmynd/instagram

Kelly Kay, kærasta fótboltakapans Spencer Webb, á von á barni. Webb lést fyrir mánuði síðan af slysförum, en andlát hans vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram og birti sónarmynd. 

„Við bjuggum til engil áður en himinninn fékk einn. Það eina sem þú vildir var að verða faðir og ég veit að þú verður sá besti að ofan. Ég trúi ekki að ég þurfi að gera þetta án þín, en það að ég fái hluta af þér, heldur mér gangandi. Get ekki beðið eftir að hitta manneskju sem er helmingurinn af þér og mér. Elska þig að eilífu, ykkur bæði,“ skrifaði Kay við myndina.

Webb lést aðeins 22 ára að aldri. Hann féll 92 metra og lenti með höfuðið á steinum þegar hann var í göngu.  

View this post on Instagram

A post shared by Kelly Kay (@kellythekay)

mbl.is