„Þetta var mjög vel heppnað fyrsta skipti“

Níu fyrsta árs læknanemar flugu norður í dag. Ásamt þeim …
Níu fyrsta árs læknanemar flugu norður í dag. Ásamt þeim komu formaður og varaformaður Lýðheilsufélags læknanema með. Ljósmynd/Aðsend

Hátt í 250 börn mættu með veika eða slasaða bangsa á Heilsugæslu Akureyrar í dag, en böngsunum bauðst læknisþjónusta frá fyrsta árs læknanemum við Háskóla Íslands.

Lýðheilsu­fé­lag lækna­nema stendur að baki bangsaspítalans sem er settur upp ár hvert í höfuðborginni. Í dag var spítalinn í fyrsta skipti tekinn norður.

Hátt í 250 börn og bangsar þeirra sóttu spítalann.
Hátt í 250 börn og bangsar þeirra sóttu spítalann. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Melkorku Sverrisdóttur, varaformanns Lýðheilsufélags læknanema, gekk dagurinn glimrandi vel.

„Það gekk alveg fáránlega vel. Við vorum með rosa góðan hóp af nemum og mjög margir sem að mættu. Þetta var mjög vel heppnað fyrsta skipti,“ segir Melkorka í samtali við mbl.is. 

Mark­mið bangsa­spítal­ans er ann­ars veg­ar að fyr­ir­byggja hræðslu barna við …
Mark­mið bangsa­spítal­ans er ann­ars veg­ar að fyr­ir­byggja hræðslu barna við lækna og hins veg­ar að gefa lækna­nem­um á yngri árum tæki­færi til að æfa sam­skipti við börn og aðstand­end­ur. Ljósmynd/Aðsend

Ekki hægt án styrkja

Níu fyrsta árs læknanemar flugu norður klukkan átta í morgun til að þjóna böngsunum, en spítalinn var opinn frá klukkan tíu til fjögur. Nemarnir flugu svo aftur suður klukkan sex.

Læknanemarnir flugu norður klukkan átta í morgun.
Læknanemarnir flugu norður klukkan átta í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Melkorku hefði ekki verið hægt að taka bangsaspítalann norður án þeirra strykja sem fyrirtæki veittu Lýðheilsufélaginu.

Alls studdu sextán fyrirtæki verkefnið, voru það Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Krónan, Höldur, Fisk Kompaní, JMJ Herradeild, Sólrún ehf, Whales Hauganes, Ölgerðin, Bílatorgið Akureyri, Brauðgerðarhús Akureyrar, N4, Dagskráin, Vikublaðið, Feykir, akureyri.net og kaffi.is.

Stórslasaðir bangsar mættu ásamt eigendum sínum á Heilsugæslu Akureyrar í …
Stórslasaðir bangsar mættu ásamt eigendum sínum á Heilsugæslu Akureyrar í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert