Greta Salóme á von á sínu fyrsta barni

Greta Salóme á von á barni.
Greta Salóme á von á barni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum, Elv­ari Þór Karls­syni. Hún tilkynnti gleðitíðindin á Instagram fyrr í kvöld en hún er komin 30 vikur á leið. 

Greta Salóme söng sig inn í hjörtu landsmanna þegar hún tók í Eurovison á sínum tíma en hún hefur í gegnum tíðina unnið mikið erlendis þar sem hún hefur skemmt fólki. 

Parið flutti nýlega í afar fallegt hús í Mosfellsbæ og því ætti ekki að fara illa um litla krílið þegar það mætir á svæðið. 

Greta Salóme var gestur í Heimilislífi 2018 og þá sagði hún frá því að hún væri mikil naumhyggjumanneskja. Hún og Elvar eiga án efa eftir að taka sig vel út í foreldrahlutverkinu. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju með að verða brátt foreldrar! 

mbl.is
Loka