Lætur tröllin heyra það fyrir Swank

Emmy Rossum tók upp hanskann fyrir Hilary Swank.
Emmy Rossum tók upp hanskann fyrir Hilary Swank. AFP/Jaimie MCCARTHY

Leikkonan og leikstjórinn Emmy Rossum lét nettröll heyra það fyrir hönd vinkonu sinnar, leikkonunnar Hilary Swank, eftir að hún greindi frá því að hún væri barnshafandi. Óprúttið fólk hafði skrifað athugasemdir á færslu Swank á Instagram að það efaðist um að hún myndi lifa nógu lengi til að upplifa brúðkaup barna sinna. 

Swank greindi frá óléttunni á Instagram í gær, en hún er 48 ára og á von á tvíburum, sem verða hennar fyrstu börn. 

„Ertu ekki fimmtug eða eitthvað?“ spurði eitt tröllið. „Þú verður á áttræðisaldri þegar þau útskrifast úr háskóla. Sérð þau kannski ganga í hjónaband,“ bendi annað á. 

Rossum svaraði fullum hálsi með skammstöfuninni „gfy“ sem stendur fyrir „go fuck yourself“ eða á góðri íslensku fokkaðu þér.

mbl.is