Er þetta rétt nafn stráksins?

Kylie Jenner og Travis Scott.
Kylie Jenner og Travis Scott. AFP

Mikil leynd hefur hvílt yfir nafni sonar Kylie Jenners. Hann hlaut fyrst nafnið Wolf en mánuði síðar fengu foreldrarnir Kylie Jenner og Travis Scott bakþanka og hafa kallað hann annað en ekki gefið upp hvað hann heitir.

Parið hefur áður skráð nafn dótturinnar Stormi sem vörumerki og nú hafa þau einnig skráð nafnið Kristan Wolf sem vörumerki. Kristan er millinafn Kylie Kardashian en það sem rennir stoðum undir getgáturnar er að vörumerkið með nafninu Kristan var skráð 13 dögum eftir fæðingu sonarins. 

Algengt er að frægt fólk skrái nöfn barna sinna sem vörumerki bæði til þess að geta selt vörur þeim tengdum en líka til þess að koma í veg fyrir að aðrir geti það.

Systur Jenners hafa gert slíkt hið sama sem og aðrar stjörnur á borð við Beyoncé og Jay-Z. Það höfðu tveir sótt um vörumerkið Blue Ivy áður en Beyoncé og Jay-Z fengu formlega leyfi fyrir merkinu. Þá hafa þau staðið í lagadeilum við konu sem stofnaði partýfyrirtæki undir heitinu Blue Ivy. Það er því ekki að ástæðulausu að stjörnurnar vilji vernda nöfn barna sinna með þessum hætti.

„Maður vill ekki að neinn hagnist á börnunum manns,“ sagði Beyoncé í viðtali við Vanity Fair eitt sinn.

Þá átti sjálf Kylie Jenner í deilum við áströlsku söngkonuna Kylie Minogue fyrir nokkrum árum vegna vörumerkisins Kylie í Bandaríkjunum. Söngkonan hafði betur árið 2017 en hún sagði í viðtali að þetta væri ekkert persónulegt. Hún hefði varið öllum ferli sínum í að byggja upp og vernda vörumerkið sitt Kylie.

Enginn veit fyrir víst hvað barnið heitir.
Enginn veit fyrir víst hvað barnið heitir. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert