Draumadrengurinn mætti með hraði

Guðrún Helga og Steinar Örn eignuðust son.
Guðrún Helga og Steinar Örn eignuðust son. Ljósmynd/Aðsend

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Guðrún Helga Sørtveit og sambýlismaður hennar Steinar Örn Gunnarsson eignuðust son hinn 12. október síðastliðinn. 

Þau greindu frá þessu á Instagram í gær. Drengurinn litli er annað barn parsins, sem fyrir á eina dóttur, Áslaugu Rún sem er tveggja ára.

„Draumadrengurinn okkar mætti í heiminn með hraði þann 12.10.22. Við erum að springa úr þakklæti og hamingju,“ skrifar Guðrún við fyrstu myndirnar af syni sínum. 

Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju!

mbl.is