Ásta og Bolli eignuðust lítinn mola

Ásta S. Fjeldsted er orðin þriggja barna móðir.
Ásta S. Fjeldsted er orðin þriggja barna móðir. mbl.is/Hákon

Fjölskyldan stækkaði hjá Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festar hf., og Bolla Thoroddsen í nótt. Í heiminn kom lítill drengur. 

Ásta segir frá fæðingu sonar síns á Instagram, en þetta er þeirra þriðja barn saman. „Þessi heilbrigði dásemdar moli skaust í heiminn rétt eftir miðnætti í nótt. Brattur eins og foreldrarnir sem eru þó enn að meðtaka þessa ómetanlegu gjöf. Þvílík hamingja,“ skrifar Ásta. 

Ásta tók við sem forstjóri Festar í september, en þá hafði hún verið framkvæmdastjóri Krónunnar í þrjú ár. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með litla molann!

mbl.is