Opnar sig um sjö barna lífið

Kevin Costner á sjö börn
Kevin Costner á sjö börn Buzz Foto / Rex Features

Kevin Costner segir allan frítíma sinn fara í að sinna börnunum. Hann á samtals sjö börn. Þrjú með núverandi eiginkonu sinni til átján ára sem eru 12, 13 og 15 ára. En svo á hann fjögur börn úr fyrri samböndum. 

Costner segir að föðurhlutverkið sé eitt það ánægjulegasta hlutverk sem hann hefur sinnt í lífinu. 

„Maður þarf að leggjast í jörðina og leika við þau,“ segir Costner í viðtali við People.

„Maður kennir þeim að vera sjálfstæð en sorglegi veruleikinn er sá að þau verða einmitt það. Ég er eins og hvert annað foreldri, bara að reyna að átta mig á þessu öllu saman.“

Sonur Costners leikur í nýjustu mynd Costners Horizon. „Hann er mjög góður en ég gerði þetta samt af ásettu ráði. Svo við gætum varið meiri tíma saman. Þetta er skemmtilegt.“

Þegar Costner er ekki að vinna þá snýst allur tími hans um börnin.
„Ég er faðir og eiginmaður. Ég sé fyrir fjölskyldunni en lífið snýst ekki um mig. Þegar ég er ekki að taka upp kvikmynd þá er ég að skutla og sækja. Fólk hefur ýmsar ranghugmyndir um líf mitt.“
Christine Baumgartner og Kevin Costner hafa verið saman í átján …
Christine Baumgartner og Kevin Costner hafa verið saman í átján ár. mbl.is
mbl.is