Birta fyrstu myndina af dóttur sinni

María Birta og Elli Egilsson birtu fyrstu myndina af dóttur …
María Birta og Elli Egilsson birtu fyrstu myndina af dóttur sinni. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Listahjónin Elli Egilsson og María Birta Bjarnadóttir birtu í dag fyrstu myndina af dóttur sinni á samfélagsmiðlum. Hjónin urðu foreldrar fyrr í haust er lítil stúlka kom inn í líf þeirra. 

María Birta sagði frá því að þau Elli væru orðnir foreldar í viðtali fyrir nokkrum vikum og birti síðar mynd af sér með vagninn. Hjónin eru búsett í Las Vegas í Bandaríkjunum. 

„Ég mun passa þig út lífið,“ skrifaði Elli undir fallega mynd af sér með dóttur sinni.

mbl.is