Soffía og Jón Dagur eignuðust stúlku

Soffia Gunnarsdóttir og Jón Dagur Þorsteinsson eignuðust sitt fyrsta barn …
Soffia Gunnarsdóttir og Jón Dagur Þorsteinsson eignuðust sitt fyrsta barn saman hinn 29. desember síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Fótboltamaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson og kærasta hans, Soffía Gunnarsdóttir, tóku á móti sínu fyrsta barni rétt fyrir áramót. Stúlkan kom í heiminn hinn 29. desember síðastliðinn.

Parið tilkynnti gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau deildu dásamlegri mynd frá fæðingunni og skrifuðu fæðingardaginn við færsluna. 

Jón Dagur, sem er 24 ára, spilar með OH Lauven í Belgíu og á að baki 24 landsleiki með karlalandsliðinu í fótbolta. Faðir hans er Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is