Ásta og Bolli héldu í hefðirnar

Ásta S. Fjeldsted og Bolli Thoroddsen gáfu syni sínum nafn …
Ásta S. Fjeldsted og Bolli Thoroddsen gáfu syni sínum nafn um helgina. mbl.is/Hákon

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi hf., og Bolli Thoroddsen létu skíra son sinn um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Sigurjón Thoroddsen.

„Við höldum í hefðirnar á þessu heimili. Drengurinn okkar var skírður Sigurjón Thoroddsen í fallegri athöfn sem séra Grétar Halldór sá um hér á Háteigsvegi í dag. Yndisleg stund með okkar allra nánasta fólki. „Litli Búddi“ virðist alsæll með nafnið – það hefði pabbi a.m.k. verið,“ skrifar Ásta við fallegar myndir frá deginum. 

Sigurjón litli, sem er þriðja barn foreldra sinna, heitir eftir móðurafa sínum, Sigurjóni Á. Fjeldsted. 

Ásta tók við sem for­stjóri Fest­ar í sept­em­ber, en þá hafði hún verið fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar í þrjú ár.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is