Sonurinn breytti öllu

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa á brúðkaupsdaginn.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa á brúðkaupsdaginn. AFP

Eugiene prinsessa segir að allt hafi breyst þegar sonur hennar Ágúst kom í heiminn fyrir tveimur árum. Koma sonarins fékk hana til að þess að hugsa betur um umhverfið.

Nýlega greindi hún frá því að hún ætti von á sínu öðru barni. 

Prinsessan talaði um móðurhlutverkið á ráðstefnu Alþjóðaefna­hags­ráðsins í svissnesku borginni Davos á dögunum. „Sonur minn verður aðgerðasinni frá tveggja ára aldri, sem er eftir nokkra daga,“ sagði Eugenie að því fram kemur á vef Hello.

Prinsessan ræddi við sérfræðing sem sagði að allt sem hann gerði væri fyrir barnabörnin og hún var sammála. Allt sem hún geri segir hún vera fyrir barn sitt. „Allar ákvarðanir sem við tökum verða að vera fyrir Ágúst, það sem hann mun geta séð og gert og hvernig líf hans verður,“ sagði hún. „Það er ekkert plast heima, við reynum að nota ekkert plast og ég reyni að kenna honum það. En það er erfitt.“

Eugiene prinsessa gekk í hjónaband með Jack Brooks­bank 12. októ­ber 2018. Hjón­in byrjuðu að hitt­ast árið 2011 eft­ir að þau kynnt­ust á skíðum í Sviss. Sonurinn Ágúst kom í heiminn 9. febrúar 2021 og þá breyttist allt. „Sem móðir þá breytist þú allt í einu, hormónarnir breytast, allt breytist. Allt í einu er ég orðin hrædd við að fljúga en ég var það ekki áður,“ sagði hún um móðurhlutverkið.

mbl.is