Opinberaði nafn sonarins

Paris Hilton er búin að opinbera nafn sonar síns.
Paris Hilton er búin að opinbera nafn sonar síns. AFP/Michael Tran

Hótelerfinginn Paris Hilton greindi frá nafni sonar síns og eiginmanns síns Carters Reums á dögunum. 

„Litli fallegi drengurinn minn heitir Phoenix Barron Hilton Reum. Og við Varter erum svo stolt að bjóða hann velkominn í heiminn,“ sagði Hilton í hlaðvarpinu sínu This Is Paris.

Phoenix Barron kom í heiminn í janúar og er fyrsta barn foreldra sinna sem eignuðust hann með aðstoð staðgöngumóður. 

Hilton sagði einnig frá því í þættinum að hún væri búin að hugsa um barnanöfn í mörg ár. Hún vonaðist til þess að eignast dóttur í framtíðinni sem hún gæti gefið nafnið London, og þannig haldið hefðinni um að nefna eftir borgum. Phoenix er eftir því þema, en það er borg í Arizona í Bandaríkjunum. 

Seinna eiginnafn drengsins, Barron, er eftir afa hennar, Barron Hilton. „Hann var kennarinn minn, og ég leit svo mikið upp til afa, og við vorum náin. Ég sakna hans á hverjum degi, þannig að ég vildi heiðra hann með því að gefa syni mínum nafn hans,“ sagði Hilton.

mbl.is