Katrín Edda og Markus skírðu dótturina

Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wasserbaech skírðu dóttur sína á …
Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wasserbaech skírðu dóttur sína á dögunum. Skjáskot/Instagram

Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn, Katrín Edda Þorsteinsdóttir, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech skírðu dóttur sína á dögunum. 

„Elsku Elísa Eyþóra okkar var skírð í dag og henni fannst það bara kósí eins og sést á meðfylgjandi myndbandi og myndum.

Hún var bara 6 daga gömul þegar þið fenguð að vita nafnið hennar en Þjóðverjum finnst galið þegar ég segi þeim að flestir á Íslandi tilkynni ekki nafnið fyrr en við skírnina sem er oft 3 mánuðum eftir fæðingu,“ skrifaði Katrín Edda við færslu á Instagram-reikningi sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Með yfir 30 þúsund fylgjendur 

Katrín Edda er einn vinsælasti íslenski áhrifavaldurinn með yfir 30 þúsund fylgjendur á Instagram. 

Elísa er fyrsta barn foreldra sinna sem þurftu að hafa mikið fyrir að eignast hana líkt og Katrín Edda ræddi í viðtali við mbl.is síðastliðið sumar. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is