Kynna nýja barnafatalínu frá Messi á Íslandi

Vingino gerði samstarfssamning við Lionel Messi á síðasta ári, um …
Vingino gerði samstarfssamning við Lionel Messi á síðasta ári, um nýja línu af barnafötum. Ljósmynd/Aðsend

Íþróttavöruverslunin M Fitness hefur boðað til kynningarveislu í dag, þar sem kynnt verður ný lína hollenska barnafatamerkisins Vingino sem gerð er í samstarfi við knattspyrnumanninn Lionel Messi.

Í tilkynningu frá M Fitness er bent á að á síðasta ári hafi Vingino gert samstarfssamning við Messi um hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn á aldrinum 2-16 ára.

Skömmu síðar varð Messi heimsmeistari með liði Argentínu á HM í knattspyrnu.

„Vingino er þekkt fyrir að framleiða gæða fatnað og eru Messi-vörurnar þar engin undantekning,“ segir í tilkynningunni.

María Lena, stofnandi M Fitness.
María Lena, stofnandi M Fitness. mbl.is/Kristinn Magnússon

Léttar veitingar og möguleiki á gjafabréfi

Haft er eftir Maríu Lenu Heiðarsdóttur Olsen, stofnanda M Fitness, að endanleg ákvörðunartaka um hönnun á fatnaðinum sé hjá Messi sjálfum.

„Svo að hann tengist merkinu mjög vel. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu enda er Messi ein skærasta stjarna fótboltans í dag og frábær fyrirmynd,“ segir María Lena.

Af þessu tilefni verður haldin kynningarteiti í dag, frá klukkan 17-19, í verslun M Fitness að Stórhöfða 15 í Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningunni að í boði verði léttar veitingar og drykkir, ásamt því að allir sem versla eigi möguleika á að vinna 50.000 króna gjafabréf í versluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert