Stóri plokkdagurinn

Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, plokkar rusl ásamt félögum …
Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, plokkar rusl ásamt félögum úr gönguhópnum Alla leið. Ljósmynd/FÍ

Í umhverfisvikunni býður Ferðafélag Íslands upp á skipulagðar umhverfisgöngur þar sem sjónum er beint að matarsóun, plastmengun, loftslagsmálum og grænni ferðamennsku. Að auki verður haldinn skiptimarkaður með útivistarföt, pub-quiz og fyrirlestrarkvöld. Á morgun eru svo allir hvattir til að taka þátt í „Stóra plokkdeginum“ og allir félagar hvattir til að leggja sitt af mörkum. Deildir félagsins skipuleggja plokk á sínu svæði en á höfuðborgarsvæðinu stendur til að plokka meðfram Reykjanesbrautinni frá Keflavík, í gegnum höfuðborgina og alla leið að Leirvogsá í Mosfellsbæ.

Ræst verður á eftirfarandi stöðvum kl. 10, 12 og 14, en auðvitað er velkomið að koma á öðrum tímum og fara á eigin vegum:

Reykjavík – Stórhöfði og Árbær
Ræst af bílastæðinu við Select og Ölgerðina.
Reykjavík – Grafarvogur Grafarholt
Ræst af bílastæðinu hjá Húsasmiðjunni.
Mosfellsbær
Ræst af bílastæðinu við N1.

mbl.is