Smágrísakaffihús opnar í Tokyo

Krúttlegur smágrís kíkir í morgunkaffi á Mipig kaffihúsinu í Tokyo.
Krúttlegur smágrís kíkir í morgunkaffi á Mipig kaffihúsinu í Tokyo. Ljósmynd/Mipig

Lengi vel hefur þekkst að eiga grísling sem gæludýr og þá aðallega hjá fræga fólkinu í Hollywood en vinsældirnar hafa þó ekki náð miklum hæðum hérna á klakanu, allavega ekki ennþá. Vinsældirnar virðast vera að aukast víðar en í Bandaríkjunum því að nýlega var opnað smágrísakaffihús í höfuðborg Japans, Tokýó.

Eigandi og hugmyndasmiðurinn á bakvið Mipig kaffihúsið vildi auka á vinsældir gæludýrsins í heimalandinu og tók á það ráð að opna kaffihús þeim til heiðurs. Hann segir dýrin vera sérstaklega gæf og góður gæludýrakostur sem fleiri ættu að taka að sér. Smágrísakaffihúsið í Tókýó er þó ekki eina gæludýrakaffihúsið í borginni því þar er einnig að finna hunda-, katta- og uglukaffihús.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert