Nýr gististaður og tugþúsundir tebolla hjá Karli prins

Karl Bretaprins er afar sáttur með nýjan titil sem bed-and-breakfast …
Karl Bretaprins er afar sáttur með nýjan titil sem bed-and-breakfast eigandi. mbl.is/Granary Lodge

Örfáum dögum áður en nýjasta barnabarn bresku konungsfjölskyldunnar mætti í heiminn opnaði Karl Bretaprins lúxus útgáfu af bed-and-breakfast í Skotlandi.

Eins og sjá má eru herbergin í þeim stíl sem …
Eins og sjá má eru herbergin í þeim stíl sem sannir prinsar og prinsessur myndu búa í. mbl.is/Granary Lodge

Granary Lodge heitir staðurinn með útsýni yfir til Orkneyjar og geymir 10 herbergi, þar af tvær svítur. Morgunmatur er borinn daglega á borð og gestir hafa aðgang að slökunarrými til að vinda ofan af sér við opinn arineld og útsýni yfir hafið. Nóttin kostar frá 25 þúsund krónum.

Baðherbergi á gistiheimilinu.
Baðherbergi á gistiheimilinu. mbl.is/Granary Lodge

The Granary Lodge er Karli afar kær þar sem staðurinn var eitt sinn heimili ömmu hans, eða móður drottningarinnar frá árunum 1952 til 1996. Hér má glögglega sjá stíl drottningarinnar skína í gegn í hverju rými og myndir af konungsfjölskyldunni skreyta gangana.

Ekki amalegt umhverfið í kringum Granary Lodge.
Ekki amalegt umhverfið í kringum Granary Lodge. mbl.is/Granary Lodge

Fyrir utan að vera nú orðinn bed-and-breakfast eigandi, þá mun Karl Bretaprins sjá um hið árlega garðpartí við Buckingham höll - en Elísabet drottning hefur hægt og bítandi verið að fela syni sínum fleiri verkefni síðustu árin. Garðpartí hafa verið haldin í höllinni frá árinu 1860 og þá þrisvar ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá höllinni þá eru um 27 þúsund tebollar bornir fram í slíkum gleðskap ásamt 20 þúsund samlokum og 20 þúsund kökusneiðum. Ekki amaleg veisla það! 

mbl.is