Ferðamenn smakka íslenskan mat

Svipbrigði smakkarana eru óborganleg.
Svipbrigði smakkarana eru óborganleg. Mynd/Skjaskot Youtube

Iðulega geifla þeir sig og gretta en sumir eru bara ansi hreint hrifnir af veitingunum. Ferðalangarnir geðþekku, Kara og Nate, hafa víða ferðast og halda úti líflegri vefsíðu þar sem þau miðla góðum ferðaráðum og reynslu af hinum ýmsu áfangastöðum. Á ferð sinni um Ísland tóku þau sig til og smökkuðu á íslenskum mat svo sem hákarli, harðfiski, sviðum, rúgbrauði og jógúrti. Til allrar lukku tóku þau upp myndband af verknaðinum þar sem hægt er að sjá og hlæja að óborganlegum svipbrigðum smakkaranna.

mbl.is