Nakin á pöbbnum

Mörgum þykir ansi frelsandi að njóta lífsins án fata.
Mörgum þykir ansi frelsandi að njóta lífsins án fata. Ljósmynd/Coach & Horses

The Coach & Horses pöbbinn í Soho-hverfinu í London er með þeim vinsælli á svæðinu og hefur verið um árabil. Nú hefur aftur á móti komið babb í bátinn hjá rekstraraðilum pöbbsins þar sem leigusalinn þeirra ætlar ekki að endurnýja samninga við þau. Til að vekja athygli á aðstæðum og safna fjár fyrir þeim útgjöldum sem fer í baráttuna við leigusalann var farið í það að framleiða og selja dagatöl með myndum af nöktum fastagestum og starfsfólki.

Einn af fastagestum pöbbsins heldur uppi stemningunni.
Einn af fastagestum pöbbsins heldur uppi stemningunni. Ljósmynd/ Coach & Horses

Verkefninu var vel tekið og seldust dagatölin það vel að ákveðið var að ganga enn lengra og bjóða upp á nektarkvöld á pöbbnum. Þá geta gestir og gangandi komið við, rifið af sér klæðin og fengið sér einn kaldann í góðra vina hópi. Hvort þetta uppátæki verði til þess að rekstraraðilar fái framlengdan leigusamning verður hreinlega að koma í ljós en þessi neyð hefur svo sannarlega kennt rekstraraðilum að spinna. Þannig að ef þú kæri lesandi ert í London í júní þá ættirðu kannski að kíkja við og styðja við gott málefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert