Óvænt boðið til veislu

Veðrið var framúrskarandi flott.
Veðrið var framúrskarandi flott. Ljósmynd/Snorri

Ég var í mestu makindum að bóna bílinn þegar ég fékk hringingu og ég var spurður hvort ég væri ekki til í að koma með Halldóri Hreinssyni í Fjallakofanum á þyrluskíði í skíðadal á Tröllaskaganum, Halldór átti pláss fyrir tvo og var tilbúinn að bjóða mér með sér. Klukkutíma síðar erum við Halldór lagðir af stað en bíllinn minn beið hinsvegar óbónaður öðrumegin heima. Halldór reyndist hin besti ferða- og skíðafélagi.

Ég er búinn að vera mikið á fjallaskíðum undanfarin ár og farið á öll helstu fjöll landsins með „gamla“ laginu þ.e.a.s. setja skinn undir skíðin og ná þannig á góðum degi að ganga á einn tind sem getur tekið allt að 6 tíma að komast upp á topp og bruna svo niður tindinn á 30 mínútum, þyrluskíði eru heldur betur meira stuð.

Á Klængshóll fer vel um skíðafólk.
Á Klængshóll fer vel um skíðafólk. Ljósmynd/Snorri

Ferðinni var heitið í Skíðadal á Tröllaskaganum á bæinn Klængshól þar sem Jökull Bergmann rekur fyrirtækið Arctic Heli Skiing þar er mjög góð aðstaða fyrir skíðafólk. Gamla sveitabænum hefur verið breytti í hágæða gistingu fyrir þyrluskíðaiðkendur og reynt eftir fremsta megni að láta andrúmsloft gamla sveitabæjarins njóta sín, eru því íbúðahús og útihúsin í sinni upprunalegu mynd auk nokkurra nýrra auka bygginga. Í hlöðunni er búið að útbúa bar auk skíðaverkstæðis og aðstöðu fyrir skíðabúnað því viðskiptavinir fá í flestu tilfellum lánuð Völkl fjallaskíði sem koma frá Fjallakofanum.

 

Við komum á Klængshól seint á laugardagskvöldi og Guffi kokkur var ekki lengi að töfra fram nautasteik fyrir okkur ferðalangana. Mér leið eins og litlum krakka og ansi langt síðan ég hef verið svona spenntur og get upplýst ykkur um það að ég svaf ekkert alla nóttina enda hef ég aldrei flogið með þyrlu hvað þá til að skíða. Næsta morgun rann svo upp stóra stundin upp strax eftir morgunverð fórum við í hlöðuna þar sem farastjórinn okkar Kristinn fór yfir helstu öryggisatriði sem mér fannst náttúrulega taka allt of langan tíma enda orðinn ansi spenntur að komast af stað en að sjálfsögðu er nauðsynlegt að fara yfir bæði hvernig maður ber sig að ef t.d. snjóflóð fellur en auk þess þurfti að fara yfir praktísk atriði varðandi umgengni við þyrluna en þar leynast ýmsar hættur. Hún hefur jú spaða sem snúast ansi hratt yfir hausamótunum og þó þeir séu í yfir 3 metra hæð þá getur fylgt þeim mikil hætta sér í lagi þegar þyrlan lendir á ójöfnu landslagi eins og gerist oft í fjalllendi. Passa þarf vel upp á allann þann búnað sem maður er með í höndunum það þýðir ekkert að halda á lausum hlutum svo sem síma gleraugum eða slíku í því ógnar roki sem spaðarnir valda. Að upplýsingafundi loknum var lagt í hann og spennan magnaðist.

Fegurð fjallana er óumdeilanlegt.
Fegurð fjallana er óumdeilanlegt. Ljósmynd/Snorri

Veðurspáin hafði ræst sól logn og einmitt rétt hitastig um 4 gráður sem passar vel til að fá æðislegt vorskíðafæri. Skíðin voru sett í körfu sem hangir utan á þyrlunni og þegar allir voru komnir um borð flugmaðurinn ásamt fararstjóra og fjórum farþegum var lagt af stað. Í ferðinni voru einnig feðgar frá Kaliforníu ásamt okkur Halldóri.

Þyrluflugmaðurinn er frá Ítaliu og er hann vanur að fljúga á stærstu þyrlum veraldar við slökkvistörf þar. Hann kom til Íslands í nokkra daga til að vinna við skíðaþyrluflug og hafði hann rosalega gaman af. Sérstaklega því að fá að komast á svona litla vél þar sem hann er vanur stórum og gat hann framkvæmt ýmsar flugæfingar á vélinni og skutlast með okkur upp á topp þess á milli. Hann sagði mér síðar um kvöldið eftir nokkur rauðvínsglös að það væri alveg sama hvernig hann flygi þessum 1000 hestafla Airbus þyrlum spaðarnir virtust alltaf hanga á búknum.

Þyrluflugmaðurinn er frá Ítaliu og er hann vanur að fljúga …
Þyrluflugmaðurinn er frá Ítaliu og er hann vanur að fljúga á stærstu þyrlum veraldar við slökkvistörf þar. Ljósmynd/Snorri

Byrjað var á því að fljúga uppá nágranna fjallið Kerlingu sem er í 1200 m hæð og tók flugið aðeins fáeinar mínútur og þegar upp var komið var útsýnið stórkostlegt yfir allan Tröllaskagann. Þetta gerðist allt svo hratt að manni fans hálf óraunverulegt að standa skyndilega á toppnum, yfirleitt er maður marga tíma að koma sér í svona hæð. Svo spenntum við á okkur skíðin og brunuðum niður í frábæru færi niður að snjólínu þar sem þyrlan beið eftir okkur og bar okkur upp á næsta tind. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá fararstjórunum við byrjuðum á léttri brekku svona til að hita upp en svo færðum við okkur innar í dalinn m.a. upp á Stapa við Gljúfrárjökull og brekkurnar urðu sífelt hærri og brattari. það gerði upplifunina af þyrlufluginu mun skemmtilegri í hverri ferð. Við náðum að fara á 15 mismunandi tinda á fyrri deginum okkar. Það finnst mér vera ansi gott í ljósi þess að ég er vanur að fara bara á einn tind á dag. Á þessum eina degi held ég að ég hafi náð að skíða meira en allt skíðatímabil síðasta árs. Eftir síðustu ferðina var lent aftur á Klængshól og farið beint í gufu og heitan pott í með útsýni yfir fjöllinn sem við höfðum bruna niður. Eftir heita pottinn var Heimir kokkur búin að útbúa ljúfenga lambasteik og eftir matinn stýrði Halldór söng þar sem tekið var lagið - Sól slær silfri á voga - sjáið jökulinn loga á fullum krafti við mikinn fögnuð viðstaddra. Seinna um kvöldið hugsaði ég vá! 15 tindar á einum degi þetta verður varla toppað í bráð, get ég nokkutímna farið aftur á hefðbundin fjallaskíði?

Næsta dag flugum við á 7 tinda og renndum okkur niður algjörlega mögnuð upplifun.

Að fljúga upp með þyrlu eða setja skinninn undir er algjörlega sitthvort sportið en báðar aðferðirnar hafa sinn sjarma og enda alltaf á sama hátt skíða niður.

mbl.is