Svona tekurðu betri myndir í vegabréfið

Reglur um myndir í vegabréfi geta verið mismunandi á milli …
Reglur um myndir í vegabréfi geta verið mismunandi á milli landa og getur borgað athuga málið. Ljósmynd/Colourbox

Það getur því verið að hafa nokkra hluti í huga þegar tækifæri gefst til að taka nýja mynd. 

Leitaðu á náðir atvinnuljósmyndara, birta og bakgrunnur skiptir miklu máli.

Ekki vera með gleraugu, í sumum löndum gilda ansi strangar reglur varðandi myndir í vegabréfum og borgar sig að vera með frekar hlutlausa mynd.

Ekki vera með hatt, húfu eða skuplu af einhverju tagi nema það hreinlega hafi trúarlegan tilgang.

Hlutlaus svipur og hárið frá.
Hlutlaus svipur og hárið frá. Ljósmynd/Colourbox


Taktu hárið aftur eða frá andlitinu þannig að andlitið sjáist vel.

Horfðu beint í myndavélina og vertu með frekar hlutlausan svip, alls ekki brosa nema með augunum.

Myndin verður alltaf skemmtilegri ef þú ert í litríkum fötum frekar en svörtum eða hvítum.

Ekki vera í of flegnum bol eða peysu, það gæti komið út eins og þú sért nakin á myndinni.

mbl.is