Ódýr leið til að viðhalda æskuljómanum

Kostir þess að stunda sundíþróttina eru heilmargir.
Kostir þess að stunda sundíþróttina eru heilmargir. Ljósmynd/Colourbox

Rannsóknin sem spann rúmlega tíu ár, áður en niðurstöður voru kynntar, sýndi fram á að þeir sem syntu 3,5 - 4,5 km þrisvar til fimm sinnum í viku hægðu verulega á öldrunarferlinu. Vöðvamassi, blóðþrýstingur og lungnastarfsemi þátttakenda voru notuð til viðmiðunar í rannsókninni sem leiddi til fyrrnefndrar niðurstöðu. 

Líklega eru ekki margir sem synda svo mikið vikulega en samkvæmt rannsóknaraðilum gerir það heilmikið að taka nokkur sundtök reglulega. Það sem skiptir höfuðmáli til að ná fram áhrifum er að fá hjartað til að slá aðeins hraðar og auka svo við lengd og hraða smám saman. 

Aðrir kostir þess að stunda sund eru svo eftirfarandi:

Það er gott fyrir liði og eykur liðleika líkamans

Það hjálpar til við að brenna hitaeiningum, hálftíma sundsprettur getur  brennt allt að 200  hitaeiningum.

Hefur jákvæð árif á andlega líðan

Það er ódýrt og hentar flestum

Hefur félagslegt gildi

Og svo margt, margt fleira!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert