Raffles í Singapúr opnar á ný

Raffles er á besta stað í Singapúr og gott dæmi …
Raffles er á besta stað í Singapúr og gott dæmi um fagran arkitektúr nýlendutímans.

Sárafá hótel þykja svo merkileg að þau megi kalla menningarstofnanir og kennileiti í hótelsögunni. Þetta eru hótel á borð við Waldorf=Astoria í New York, Ritz-hótelið í London, Beverly Hills-hótelið í Los Angeles og Taj Mahal Palace í Múmbaí.

Raffles í Singapúr á líka heima á þessum lista, enda lúxushótel með rösklega 130 ára sögu. Þar hafa mörg helstu mektarmenni þessarar aldar og síðustu gist í lengri og skemmri tíma á ferðum sínum um Asíu, allt frá Rudyard Kipling og Somerset Maugham til Michaels Jacksons og Elizabetar Taylor. Þar hafa líka broddborgarar Singapúr notið lífsins, og drukkið ófá glös af Singapore Sling, sem varð einmitt til á hótelbarnum og er í dag þjóðar-kokkteill þessa litla borgríkis.

Ráðist var í allsherjarendurbætur á Raffles-hótelinu snemma árs 2017, til að nútímavæða bygginguna en á sama tíma halda í söguna og sjarmann. Hótelið er eins og það á að sér að vera, en allt orðið uppfært og fínt, til að mæta hörðustu kröfum ferðalanga sem eru góðu vanir.

Hótelbarinn, Long Bar, er þekktur sem fæðingarstaður Singapore Sling-kokkteilsins.
Hótelbarinn, Long Bar, er þekktur sem fæðingarstaður Singapore Sling-kokkteilsins.

Raffles-keðjan hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og verið byggt ofan á orðsporið sem varð til í Singapúr með nýjum hótelum um allan heim. Þannig má í dag finna Raffles m.a. í Varsjá, París og Istanbúl og fyrirhugað að opna ný hótel á Balí, í Boston og í London á komandi árum. Áhugamenn um lúxushótel bíða mjög spenntir eftir opnuninni í London en þar verður Raffles til húsa í ægifagurri byggingu þar sem breska varnarmálaráðuneytið var áður, miðja vegu milli Trafalgar-torgs og Westminster.

Sjarmi nýlendutímans leynir sér ekki og blandast saman við nútímalúxus.
Sjarmi nýlendutímans leynir sér ekki og blandast saman við nútímalúxus.
Endurbæturnar á hótelinu hafa greinilega heppnast mjög vel.
Endurbæturnar á hótelinu hafa greinilega heppnast mjög vel.
Anddyri hótelsins gefur tóninn fyrir dvölina.
Anddyri hótelsins gefur tóninn fyrir dvölina.
Á 130 ára gömlu hóteli hefur hver fjöl, flís og …
Á 130 ára gömlu hóteli hefur hver fjöl, flís og hver stytta sína sögu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert