Til að gera ferðamyndbönd eins og fagmaður

Að nota rambald eykur til muna gæði myndbandsupptaka.
Að nota rambald eykur til muna gæði myndbandsupptaka.

Eins gaman og það er að eiga flottar myndir úr ferðalaginu þá er ennþá skemmtilegra að eiga vel heppna myndskeið. Ferðamyndböndin má hvort heldur geyma í einkasafninu eða deila á samfélagsmiðlum, en það er fyrir öllu að þau séu vel gerð og myndin skjálfi ekki.

Þeir sem reynt hafa vita að það er samt allt annað en auðvelt að taka upp skýrt og stöðugt myndband með snjallsíma, og hvað þá ef upptökumaðurinn þarf að vera á ferðinni og elta viðfangsefnið.

Kínverska tæknifyrirtækið DJI þykir flestum öðrum fremri í smíði svk. rambalda (e. gimbal) fyrir bæði fagfólk og áhuga-leikstjóra. Hefur þeim tekist að stilla verðinu í hóf á ramböldum sem þó gera það sem til er ætlast og geta stóraukið gæði tækifærismyndbanda af ánægjulegum stundum með vinum og ættingjum.

Nýjasta viðbótin við vöruframboð DJI er Osmo Mobile 3 rambaldið, og er um að ræða þriðju kynslóð rambalda fyrir snjallsíma. Stærsta breytingin í nýju útgáfunni er að það má brjóta hana saman svo að hún tekur sáralítið pláss og rúmast auðveldlega ofan í bakpoka eða stórum jakkavasa.

Græjan gerir fleira en bara halda myndavél snjallsímans stöðugri og er búin gervigreind sem býður upp á alls kyns upptökumöguleika, eins og að elta myndefnið sjálfkrafa og taka hringmyndir.

Osmo Mobile 3 kostar 119 dali í bandarísku netverslun DJI.

Eins og sést fer ekki mikið fyrir nýja rambaldinu þegar …
Eins og sést fer ekki mikið fyrir nýja rambaldinu þegar það hefur verði brotið saman.
mbl.is