Fyrsta ferðalagið getur reynt á sambandið

Hefur þú ferðast með maka þínum?
Hefur þú ferðast með maka þínum? Ljósmynd/Pexels

Það er þolraun fyrir mörg sambönd að fara í fyrsta skipti í utanlandsferð saman. Þið getið lært ýmislegt um hvort annað í ferðalaginu og jafnvel komist að því að þið passið alls ekki saman. Það er þó hægt að reyna að koma í veg fyrir að sambandið brenni til grunna með því að fylgja þessum ráðum hér fyrir neðan.

Skipuleggið fyrir fram

Það er hluti af öllum samböndum að gera málamiðlanir. Það á líka við um þegar þið ferðist. Ákveðið saman hvert þið eruð að fara og hvernig ferðin á að vera. Ætlið þið að fara í borgarferð, sólarlandaferð eða ævintýraferð. Ef þið eruð ólíkar týpur þurfið þið að taka tillit til þess þegar þið veljið áfangastað. Ef annað ykkar elskar að hreyfa sig í fríinu, en hinn vinn liggja í makindum í sundlaugargarðinum með bók, ræðið það fyrir fram og veljið staðsetningu sem þið getið bæði notið ykkar. Byrjið líka heldur á að fara í stutta ferð, heldur en að skipuleggja 6 mánaða ferðalag um Suður-Ameríku.

Talið um peninga

Það getur verið vandræðalegt að tala um peninga. Það margborgar sig samt að ræða um hvort þið ætlið að spara í ferðinni eða leyfa ykkur að kaupa mikið. Það getur líka verið gagnlegt að ræða hvernig þið ætlið að borga, hvort ykkar borgar allt og þið deilið svo kostnaðnum eða hvort þið ætlið að skiptast á að borga.

Skipuleggið ykkur

Þetta á við um öll ferðalög, en á sérstaklega við þegar maður ferðast með einhverjum í fyrsta skipti. Verið á sömu blaðsíðu varðandi hvenær ykkur finnst gott að vera komin út á flugvöll og hvenær þið ætlið að pakka. Sumum finnst gott að taka sér nokkra daga í að pakka en aðrir vilja heldur gera það aðeins nokkrum tímum áður en farið er út á flugvöll. Verið líka að viss um þið séuð með allar upplýsingar um flug, gistingu og ferðir sem þið hafið bókað á vísum stað.

Verið á sömu blaðsíðu um hvernig ferðalag þið viljið fara …
Verið á sömu blaðsíðu um hvernig ferðalag þið viljið fara í. Ljósmynd/Pexels

Takið spilastokk með ykkur

Spilastokkur getur bjargað mörgum dauðum stundum á ferðalagi og þá sérstaklega hjá þeim sem hafa ekki ferðast oft saman. Jafnvel þó þið notið þau aldrei, þá er alltaf gott að vera með spilastokk í veskinu eða bakpokanum.

Fylgið straumnum

Það getur tekið á að ferðast til ókunnra staða. Þið vitið eflaust ýmislegt um hvort annað, en það á margt eftir að koma í ljós á ferðalaginu. Fagnið því nýja sem þið takið eftir í fari maka ykkar og ekki vera feimin ef þú lærir eitthvað nýtt um sjálfan þig.

Mundu að ferðin verður ekki fullkomin

Fá ferðalög eru fullkomin frá A-Ö eða nákvæmlega eins og þú hélst þau myndu verða. En góðu fréttirnar eru að ef eitthvað fer úrskeiðis þá hafið þið enn meira til að tala um og þið hafið skemmtilegar sögur til að segja eftir að þið komið heim. Munið bara að kenna ekki hvort öðru um þó eitthvað fari úrskeiðis, því það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis. Það mikilvæga er að þið sjáið líka hvernig þið bregðist saman við nýjum áskorununum.

mbl.is