Lína borgar alltaf tollinn þegar hún verslar dýrt

Lína Birgitta er nýkomin frá London.
Lína Birgitta er nýkomin frá London. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfélagsmiðlastjarnan Lína Birgitta er reyndur ferðalangur. Lína kom nýlega heim frá London þar sem hún keypti inn fyrir haustið. Þegar hún sýndi frá kaupunum á Instagram gaf hún fylgjendum sínum gott ráð. 

Það vita það nefnilega ekki allir en það er aðeins leyfilegt að versla tollfrjálst í útlöndum fyrir 88 þúsund krónur. Greiða þarf toll af vörum umfram þá upphæð. Lína segist því alltaf stoppa hjá tollinum og gera upp hafi hún verið að versla fyrir hærri upphæð. Hún segist ekki hafa vitað þetta fyrr en hún var tekin af tollinum og þurfti að greiða sekt.

Lína var á ferðalagi með vinkonu sinni, en vinkonan verslaði ekki fyrir alla upphæðina svo þær nýttu heimild hennar fyrir innkaup Línu líka.

skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert