Áhrifavaldar verja glæfralega myndbirtingu

Umrædd mynd.
Umrædd mynd. skjáskot/Instagram

Parið Kody Workman og Kelly Castille hefur atvinnu af því að ferðast um heiminn. Þau birta reglulega myndir af sér sem líta út fyrir að þau hafi lagt líf sitt í hættu við að ná hinni fullkomnu mynd. 

Þau birtu eina slíka á dögunum sem hefur fengið mikla athygli. Á myndinni situr Workman á klettabrún og heldur í kærustu sína sem stendur á klettabrúninni undir honum. Myndin var tekin í Andesfjöllunum í Perú. Margir hafa bent á að þetta geti verið stórhættulegt og segja þetta einstaklega heimskulega hegðun.

View this post on Instagram

The world is waiting for you! Behind the masses of those that wish to watch you lead a quiet and sedentary life is an open, unlined canvas. We urge you to take a chance, to push past barriers of negativity and oppression of self fulfillment and paint the picture of who YOU want to be. Never let yourself be beat down for living your life by those too afraid to live their own. There is a difference between risking your life and taking a risk at having one. We know which side we would rather be on, do you?

A post shared by KELLY + KODY (@positravelty) on Aug 28, 2019 at 8:33am PDT

Sumir hafa einnig bent á að þó að þetta hafi í raun verið öruggt, þá séu þau áhrifavaldar sem geti gefið öðrum þá hugmynd að þetta sé ekki hættulegt. Þegar þeir reyni svo að leika þetta eftir geti orðið slys. 

Workman og Castille sögðust í viðtali við Insider ekki hafa lagt líf sitt að veði til að ná myndinni og að sér fyndist gaman að leika sér með sjónarhorn. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem parið kemst í fréttir fyrir glæfralega myndbirtingu. Þá birtu þau mynd af Castille hangandi fram af sundlaugarbrún á Balí.

View this post on Instagram

🇺🇸 Our greatest strength in life, our most important principle, is discernment. Only you can know your body, feel the space around you and understand your capabilities. We would all do well to remember this, knowing that not every action, style or path we witness through others is or should be, replicated. At the end of the day we are to hold ourselves accountable for the decisions that we make. ※ 🇵🇦 La mejor fortaleza en la vida, el moral más importante, es discernimiento. Solo puedes entender tu cuerpo, sentir el espacio que te rodea y comprender tus capacidades. Haríamos bien en recorder este, sabiendo que no toda acción, estilo o camino que presenciamos por otros es o debe ser, replicado. Al final del dia, somos responsables de las decisiones que hacemos. ※ Thank you @kayonjungleresort for an unforgettable experience! ※ ※ #balitravel #couplesgoals #ilovetravel #bestplaces #baligasm #ubud #balitravel #novios #junglelife #viajeros #wetravel #travelinspo #adventurous #indonesiaparadise #speechlessplaces #infinitypool #welltraveled #earthpix #baliholiday

A post shared by KELLY + KODY (@positravelty) on Apr 2, 2019 at 7:27am PDT

mbl.is