Lét skíra sig í ánni Jórdan

Lovato að skírn lokinni í ánni Jórdan.
Lovato að skírn lokinni í ánni Jórdan. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Demi Lovato er á mikilli andlegri vegferð ef marka má nýjasta ferðalag hennar. Lovato ferðaðist til Ísrael á dögunum og var skírð í ánni Jórdan, líkt og þegar Jóhannes skírari skírði Jesú Krist í sömu á. 

Lovato birti myndir úr Ísraelsferð sinni og sagðist hafa fundið mikla andlega tengingu í landinu helga. „Ég er bandarísk söngkona, alin upp í kristni og komin af gyðingum. Ég fékk boð um að fara í ótrúlega ferð að skoða staðina sem ég las um í Biblíunni þegar ég var að alast upp,“ skrifaði Lovato. 

Í landinu helga.
Í landinu helga. Skjáskot/Instagram

„Það er eitthvað svo ótrúlega töfrandi við Ísrael. Ég hef aldrei fundið aðra eins andlega tengingu og tengingu við Guð. Eitthvað sem mig hefur vantað í nokkur ár. Andleg málefni hafa alltaf verið mér mikilvæg. Að vera skírð í ánni Jórdan, sama stað og Jesús var skírður, mér hefur aldrei liðið jafn endurnýjaðri,“ skrifaði Lovato. 

Lovato dróg sig í hlé síðasta sumar eftir að hún var hætt komin eftir ofskömmtun fíkniefna. Hún fagnaði 1 árs edrú afmæli í júlí síðastliðnum. 

View this post on Instagram

I am an American singer. I was raised Christian and have Jewish ancestors. When I was offered an amazing opportunity to visit the places I’d read about in the Bible growing up, I said yes. There is something absolutely magical about Israel. I’ve never felt such a sense of spirituality or connection to God…something I’ve been missing for a few years now. Spirituality is so important to me…to be baptized in the Jordan river – the same place Jesus was baptized – I’ve never felt more renewed in my life. This trip has been so important for my well-being, my heart, and my soul. I’m grateful for the memories made and the opportunity to be able to fill the God-sized hole in my heart. Thank you for having me, Israel 💗

A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) on Oct 1, 2019 at 2:48pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert